Kemur iPhone XR kannski ekki út eftir allt saman?

Kemur iPhone XR kannski ekki út eftir allt saman?

Á kynningu Apple á dögunum fór alltof mikill tími í að kynna iPhone XR sem er einskonar "verkamannaútgáfa" af iPhone XS en hann er mun ódýrari og á að höfða til þeirra sem hafa ekki eins mikið milli handanna. Kynningin virkaði eilítið hraðsoðinn - eins og henni hafi verið breytt á seinustu stundu.

Það vekur því athygli að í kynningartexta um símann á vefsíðu Apple er að finna þessa setningu:

"iPhone XR has not been authorized as required by the rules of the Federal Communications Commission. iPhone XR is not, and may not be, offered for sale or lease, or sold or leased, until authorization is obtained."

Þarna segir að það sé ekki búið að fá leyfi fyrir símann af fjarskiptayfirvöldum í Bandaríkjunum og síminn komi ekki út fyrr en þetta leyfi liggur fyrir. Það kom líka á óvart að iPhone XR á ekki að koma í sölu fyrr en í október en ekki samhliða hinum símunum sem voru kynntir.

Það verður að teljast líklegt að iPhone XR líti dagsins ljós en engu að síður vill Apple baktryggja sig ef hann kemur alls ekki - til þess er litla letrið.

Salan á iPhone XS, Apple Watch 4 og iPhone XS Max fer vel af stað

Salan á iPhone XS, Apple Watch 4 og iPhone XS Max fer vel af stað

Hvíl í friði - AirPower

Hvíl í friði - AirPower