Vefsíða Netöryggissveitar Íslands hökkuð! (samt ekki)

Vefsíða Netöryggissveitar Íslands hökkuð! (samt ekki)

Þetta er stutt frétt enda líklega bara til að sýna framá kaldhæðni örlaganna en vefsíðan www.cert.is sem er vefsíða Netöryggissveitar Íslands hefur verið hökkuð. Netöryggissveitin er á vegum Póst- og fjarskiptastofnunar og á starfar samkvæmt reglugerð á vegum ríkisins.

Vefsíðan er nú öll á hvolfi en einhver hefur komist í bakenda hennar og snúið öllu á hvolf - nema það hafi verið árshátíð á vefum netöryggissveitarinnar í gærkvöldi sem hefur farið svo hressilega úr böndunum.

Svo bregðast krosstré sem önnur tré.

UPPFÆRT: Svo virðist sem einhverjir uppistandarar hafi fyrst sett þetta fram. Þetta er víst svokölluð ekkifrétt eins og Lappari.com bendir réttilega á. En það á aldrei að eyðileggja góða sögu með sannleikanum.

Screenshot 2018-09-02 at 12.16.45.jpg
"Stattu með sannfæringu þinni" - mögnuð auglýsing frá Nike

"Stattu með sannfæringu þinni" - mögnuð auglýsing frá Nike

iOS 12 - Beta 12 komin út sem lagar "pop up" vandann

iOS 12 - Beta 12 komin út sem lagar "pop up" vandann