Apple Watch 4 auglýsingin keimlík maraþons-auglýsingu Íslandsbanka

Apple Watch 4 auglýsingin keimlík maraþons-auglýsingu Íslandsbanka

Apple var að senda í loftið auglýsingu fyrir Apple Watch 4 sem er skemmtileg en samt er eins og maður hafi séð hana áður. Það er vegna þess að Dóri DNA var í samskonar auglýsingu fyrir maraþon Íslandsbanka ári 2017.

Apple auglýsingin segir að það sé annar aðili inní þér sem getur meira en þú heldur - nokkuð algeng skilaboð hjá fyrirtækjum sem selja íþróttavörur og íþróttadrykki. En þar hleypur aðili um og hittir fyrir mörg klón af sjálfum sér sem hlaupa lengri og geta meira.

Þetta er sama hugmynd og auglýsingastofan Brandenburg notaði fyrir maraþon Íslandsbanka árið 2017 þar sem Dóri DNA hljóp um með mörgum eintökum af sjálfum sér.

Þetta er samt alls ekki nýtt undir sólinni en fjölmörg fyrirtæki hafa notað þessa hugmynd í gegnum tíðina og kvikmyndin Multiplicity með Michael Keaton fjallar einmitt um aðila sem klónar sig til að geta tekist á við amstur hversdagsins.

UPPFÆRT: Dóri DNA benti okkur á Twitter á Asics auglýsinguna Better your best sem er satt að segja helv. mögnuð! Hún er einnig hér að neðan.

Leica Q2 líklega ekki í pípunum

Leica Q2 líklega ekki í pípunum

Salan á iPhone XS, Apple Watch 4 og iPhone XS Max fer vel af stað

Salan á iPhone XS, Apple Watch 4 og iPhone XS Max fer vel af stað