Leica Q2 líklega ekki í pípunum

Leica Q2 líklega ekki í pípunum

Það eru margir sem gjörsamlega elska Leica Q myndavélina enda með betri vélum á markaðnum sem eru með fastri linsu en vélin er með 28mm linsu sem er með 1.7 ljósop og tekur á alla myndflöguna eða er “full frame”.

Vélin er samt ekki glæný en það er um þrjú ár síðan Leica kom með vélina á markaðinn og áttu margir von á að Leica Q2 væri væntanleg á árinu.

Það stefnir samt ekki í að það verði raunin en Leica er að koma með útgáfu af Leica Q sem er græn eða khaki lituð sem og kemur silfruð og króm útgáfa. Þetta þýðir að Leica mun ekki uppfæra vélina í Q2 alveg á næstunni.

Það er svo sem engin ástæða til að breyta einhverju sem virkar vel og notendur eru almennt ánægðir með. Vélin hefur staðist tímans tönn og eru myndgæðin úr henni ennþá með þeim betri sem sést úr stafrænum myndavélum.

Strætó kom og fór úr Google Maps - UPPFÆRT

Strætó kom og fór úr Google Maps - UPPFÆRT

Apple Watch 4 auglýsingin keimlík maraþons-auglýsingu Íslandsbanka

Apple Watch 4 auglýsingin keimlík maraþons-auglýsingu Íslandsbanka