Photokina: Leica kynnir 64mp myndavél!

Photokina: Leica kynnir 64mp myndavél!

Photokina er í gangi þessa dagana en þar kynna myndavélaframleiðendur og aðrir græjuframleiðendur allskonar góðgæti sem kemur á markaðinn á næstunni. Við ætlum að segja frá því helsta á næstunni og byrjum á þýska myndavélaframleiðandanum Leica.

Leica kynnti fimm nýjungar á Photokina þetta árið. Það áhugaverðasta er Leica L-mount kerfið sem býður uppá að nota mismunandi tegundir af linsum á sama myndavélaboddíið. Það er sama hvernig myndflaga er í vélinni, allar linsur sem á annað borð styðja L-mount munu passa á milli véla. Þetta er samstarfsverkefni Leica, Panasonic og SIGMA.

Leica S3 er miðlungs-format (medium format) vél sem kemur ný á markaðinn en hún verður með 64mp myndflögu sem er sturlað. Þá verður hægt að taka 4K myndbönd án þess að myndflagan minnki upptökusvæðið sem tekið er á og þar með eru enn betri gæði. Vélin er ennþá í lokahönnun en einhver sýningareintök eru á svæðinu.

Leica CL vélin er núna fáanleg í silfurlit en þessar vélar hafa notið mikilla vinsælda. Þá er loksins komið Leica smáforrit eða app fyrir snjalltæki til að senda myndir þráðlaust á milli, sem flestir aðrir eru reyndar löngu komnir með.

Fimmti hluturinn er svo nýjar uppfærslur á hugbúnaði eða firmware updates fyrir Leica SL-System, Leica S (Typ 007), Leica M10 og Leica M10-P.

STOP THE PRESS! Fólk les fréttir mest á netinu - Dagblöðin eru að hverfa

STOP THE PRESS! Fólk les fréttir mest á netinu - Dagblöðin eru að hverfa

Strætó kom og fór úr Google Maps - UPPFÆRT

Strætó kom og fór úr Google Maps - UPPFÆRT