Strætó kom og fór úr Google Maps - UPPFÆRT

Strætó kom og fór úr Google Maps - UPPFÆRT

Það birtust fréttir um það á dögunum að leiðarkerfi Strætó væri komið í Google Maps. Þetta voru sannkallaðar gleðifréttir fyrir þá sem nýta sér almenningssamgöngur en einnig t.a.m. ferðamenn sem þekkja Google Maps og vilja nýta sér almenningssamgöngur á Íslandi.

Þessi gleði varði samt ekki lengi en leiðarkerfið er ekki lengur í Google Maps en einungis koma skilaboð þess efnis að ekkert leiðarkerfi sé aðgengilegt á Íslandi fyrir almenningssamgöngur.

Kassinn.net fékk þær útskýringar frá Strætó að líklega hefur Google verið að prófa leiðarkerfið á dögunum þegar það var aðgengilegt en tekið það svo aftur út. Það sé samt stefnan að það verði komið varanlega inn 1. október.

Þá er bara að nota Strætó appið sem er reyndar mjög gott.

UPPFÆRT: Leiðarkerfið er komið aftur inn en það virðist hafa dottið aftur á Google Maps þann 1. október. Endilega nýtið ykkur það!

IMG_6583.jpg
Photokina: Leica kynnir 64mp myndavél!

Photokina: Leica kynnir 64mp myndavél!

Leica Q2 líklega ekki í pípunum

Leica Q2 líklega ekki í pípunum