STOP THE PRESS! Fólk les fréttir mest á netinu - Dagblöðin eru að hverfa

STOP THE PRESS! Fólk les fréttir mest á netinu - Dagblöðin eru að hverfa

Ísland virðist fylgja því sem er að gerast útum allan heima varðandi hvar fólk les fréttir helst. Samkvæmt nýjustu könnun MMR þá les um 50% aðspurðra segjast lesa fréttir á vefmiðlum. Lestur á dagblöðum hefur hríðfallið en aðeins um 4% segjast lesa fréttir í dagblöðum.

Svipað er að gerast út um allan heim en vefmiðlar eru að verða æ vinsælli meðal notenda en líklega má setja það í samhengi við að netkynslóðin er að verða eldri og er farin að lesa fréttir í ríkari mæli. Útvarp er t.a.m. mun vinsælli en þar má horfa til þess að fólk hlustar á útvarpið í bílnum og því skiljanlegt að hlustað sé á fréttir á meðan. Einnig horfir fólk á sjónvarp og þá er aðgengi að fréttarásum orðið mun meira en áður og getur fólk því horft á fréttir nánast allan sólarhringinn ef það vill.

En það er ljóst að dagblöð er eitthvað sem mun væntanlega hverfa af markaðnum í framtíðinni. Það eru samt mörg dagblöð sem hafa aðlagað sig að netinu og eru með smáforrit eða annað til að koma á framfæri fréttum sínum.

Netið er því líklega ekki bóla eftir allt saman.

Fréttir.jpg
Nei, það er ekki sérstakur fegurðar-filter á iPhone XS

Nei, það er ekki sérstakur fegurðar-filter á iPhone XS

Photokina: Leica kynnir 64mp myndavél!

Photokina: Leica kynnir 64mp myndavél!