"Stattu með sannfæringu þinni" - mögnuð auglýsing frá Nike

"Stattu með sannfæringu þinni" - mögnuð auglýsing frá Nike

Árið 2016 tók, Colin Kaepernick, leikmaður San Fransisco 49'ers í NFL-deildinni, afdrifaríka ákvörðun er hann ákvað að standa ekki þegar ameríski þjóðsöngurinn var spilaður fyrir leiki. Með þessu sagðist hann vera að mótmæla ójöfnuði meðal kynþátta í Bandaríkjunum. Þetta átti eftir að hafa mikil áhrif á allt lífið hans.

Það er óhætt að segja að það hafi allt orðið vitlaust í Bandaríkjunum enda tíðkaðist ekki að leikmenn gerðu annað en þeim var sagt að gera. Málið var svo eldfimt að jafnvel forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, sagði opinberlega að það ætti að reka alla leikmenn sem sýndu Bandaríkjunum slíka óvirðingu. 

Margir áhorfendur ákváðu að yfirgefa leikvanginn strax eftir þjóðsönginn til að sýna skoðun sína á þessum gjörningi. Svo fór að hann hætti að leika með liðinu árið 2017. Hann er núna "free agent" eða samningslaus en fá lið hafa sýnt honum áhuga vegna málið með þjóðsönginn og allt fárið sem kom eftir það en liðin hafa nóg annað á sinni könnu þegar kemur að neikvæðri umfjöllun.

Margir hrósuðu reyndar Kaepernick fyrir dirfsku en margir af styrktaraðilum leikmannsins sögðu upp samningum við leikmanninn og talið var að Nike hefði gert það. Annað kom þó á daginn.

Á dögunum birtist 30 ára afmælisherferð Nike, Just Do IT, og meðal þeirra sem þar eru má finna er Kaepernick, í satt að segja frábærri auglýsingu. 

"Believe in something. Even if it means sacrificing everything", sem er hluti af Just Do It markaðsherferðinni, segir allt sem segja þarf um mál leikmannsins en hann ákvað að standa með sannfæringu sinni, þrátt fyrir að almenningsálitið væri ekki sammála honum. Svo virðist sem Nike hafi þrátt fyrir allt haldið tryggð við Kaepernick og á réttum tímapunkti birt auglýsingu þar sem andlit leikmannsins er í aðalhlutverki ásamt skilaboðum um að standa með sannfæringu sinni, jafnvel þó það þýði að þú tapir öllu.

Það er sagt að fólk sem liggur á dánarbeði hafi hvað mesta eftirsjá með að hafa lifað eins og ætlast var til af þeim, en ekki eins og það vildi sjálft hafa lifað. Skilaboð auglýsingarinnar, og staðföst ákvörðun Kaepernick, sýnir okkur að við eigum að gera það sem samviskan og sannfæringin segir okkur - ekki álit annarra.

Vel gert Nike.

IMG_6121.JPG
Canon kynnir nýja spegillausa myndavél

Canon kynnir nýja spegillausa myndavél

Vefsíða Netöryggissveitar Íslands hökkuð! (samt ekki)

Vefsíða Netöryggissveitar Íslands hökkuð! (samt ekki)