Canon kynnir nýja spegillausa myndavél

Canon kynnir nýja spegillausa myndavél

Canon hefur ákveðið að henda sér að fullum krafti í spegillausa myndavélaheiminn en fyrirtækið hefur kynnt til sögunnar EOS R sem eru myndavélar sem eru "full frame", þ.e. er taka á alla myndflöguna án þess að það verði margföldun eins og á t.d. 7D vélum og vélarnar eru spegillausar. Það eru ótal kostir sem fylgja þessari tækni.

-6 EV er mjög spennandi fyrir"low light" ljósmyndun, hraðvirkasti sjálfvirki fókusinn sem og framleiðslugæðin á vélinni sjálfri.  Þá verður hægt að nota allar EF linsur með millistykki en það er frá Canon og þá tapast engin gæði eða eiginleikar við notkun.  

Spegillausar vélar eru nánast hljóðlausar því þær þurfa ekki að kasta upp speglinum sem er á flestum SLR vélum í dag. Spegillinn þarf að fara frá myndflögunni á miklum hraða og þetta býr líka til hristing sem þýðir að ekki er hægt að taka myndir á eins lágum hraða eins og á spegillausum vélum. Margir ljósmyndarar vilja fara eins hljótt um og mögulegt er, t.d. við viðburði eins og brúðkaup og því hafa hljóðlátar vélar hentað mun betur við slík tækifæri. 

Mörg fyrirtæki eru nánast alfarið komin í þessa tækni eins og Fujifilm, Leican Sony og svo kynnti Nikon spegillausar vélar á dögunum. 

Canon er samt ekki að setja fram sínar fyrstu spegillausu vélar. M-vélarnar eru ekki með spegli en þær eru flokkaðar sem smávélar og ekki með "full frame" myndflögu. Það er hægt að setja stærri linsur á M-vélar með millistykki en þrátt fyrir að M-línan sé frábær, sérstaklega í ferðalög og annað, þá er hún ekki sambærileg við stærri EOS vélarnar frá Canon.

Fyrst um sinn verður hægt að fá þrjár R-linsur en það eru 24-105mm f/4 L, 50mm f/1.2mm L, 28-70mm f/2 L, og  35mm f/1.8 macro linsu. Hægt verður að nota millistykki fyrir SLR linsur eins og á M-vélunum.

Canon EOS R verður með um 30 megapixla myndflögu og ISO-ljósnæmnin fer upp í allt að 40.000 ISO. 

Origo, umboðsaðili Canon á Íslandi, mun kynna verð og áætlaðan afhendingartíma á næstu dögum.

Spennandi!

Sagan á bakvið myndina: "The People Around Me"

Sagan á bakvið myndina: "The People Around Me"

"Stattu með sannfæringu þinni" - mögnuð auglýsing frá Nike

"Stattu með sannfæringu þinni" - mögnuð auglýsing frá Nike