Sagan á bakvið myndina: "The People Around Me"

Sagan á bakvið myndina: "The People Around Me"

Kristinn Þeyr Magnússon vinnur sem tökumaður hjá Stöð 2 þar sem hann framleiðir fréttaefni um víðan völl. Á Instagram-síðu sinni, kikkomagg, birtir hann ljósmyndir sem hann tekur af umhverfi sínu og fólkinu sem hann umgengst dags daglega.

Myndirnar eru svart/hvítar og ótrúlega fallegar. Þær fanga vel fólkið og gefa innsýn í persónuleika viðkomandi þar sem formið, svart/hvítar myndir og dramatísk lýsing, vinna gríðarlega vel saman.

"Mér hefur alltaf fundist ljósmyndir svo sterkar. Hef lengi starfað sem myndatökumaður en lítið tekið ljósmyndir. Hef þó lengi gert það með augunum, hugsa oft, flottur rammi, fallegt ljós."

"Ég er ný skriðinn út úr skápnum með það að taka myndir. Gríp fólk ef ég sé flott ljós og rétta rammann. Stundum gengur það upp og stundum ekki," segir Kristinn um myndirnar. 

Myndirnar eru ekki teknar á dýran ljósmyndabúnað eins og maður gæti haldið. Áferðin á myndunum líkjast myndum sem gætu komið úr Leicu-myndavél en svo er alls ekki. Kristinn tekur allar myndirnar á algengustu myndavél heims, farsímann sinn. 

"Myndirnar eru allar teknar á Samsung S7 símann minn en ég vinn þær svo í Snapseed."

Það þarf ekki dýran búnað til að "koma úr skápnum" og byrja að mynda. Það er nóg að vera með myndavél í farsímanum og forrit sem vinnur myndir, eins og Snapseed eða Darkroom. Það er allt sem þarf til að byrja að mynda og fanga umhverfið, eða fólkið í kringum sig.

Við hvetjum alla að kíkja á Instagram-síðu Kristins en það birtast nýjar myndir þar reglulega. 

Hræringar á auglýsingamarkaðnum

Hræringar á auglýsingamarkaðnum

Canon kynnir nýja spegillausa myndavél

Canon kynnir nýja spegillausa myndavél