Airpower mottan í framleiðslu

Airpower mottan í framleiðslu

Margir hafa beðið með eftirvæntingu eftir að Airpower hleðslumottan frá Apple verði fáanleg en um tíma var talið að Apple hefði jafnvel hætt við framleiðslu á henni sökum flókins framleiðsluferils. En Airpower er líklega að koma eftir allt saman.

Fregnir herma að framleiðsla hefjist á næstu vikum og verði fáanleg í febrúar eða mars. Airpower getur hlaðið öll Apple tækin þín og þá líka Airpods 2 sem eru sögð væntanleg. Vandinn við framleiðsluna er sá að mottan þarf að þekkja hvert tæki til að allt hlaðist nú rétt.

iPhone, Apple Watch og Airpod myndi þá hevrt fyrir sig fá þá hleðslu sem hentar best og þá yrði tíminn sem tekur að hlaða skemmri en ella.

Svo virðist sem Apple hafi loksins fundið lausn á þessum málum og Airpower sé væntanleg innan tíðar.

Apple mun ekki opna á hópasamtöl í Facetime strax

Apple mun ekki opna á hópasamtöl í Facetime strax

Eru vatnsheld Airpods 2 væntanleg?

Eru vatnsheld Airpods 2 væntanleg?