Viltu þægilega ól? - Þá er Sailor Strap málið

Viltu þægilega ól? - Þá er Sailor Strap málið

Ólar á myndavélar eru eins misjafnar og þær eru margar. Þær sem yfirleitt fylgja með myndavélum eru oftar en ekki þær þægilegustu. Við mælum því með Sailor Strap á vélina þína.

Sailor Strap er framleidd í Póllandi en ólarnar eru gerðar úr reipi sem er samskonar og notað er t.d. af sjómönnum. Ólarnar eru þægilegar og mjúkar - en þær eru líka alls ekki breiðar. Lengri ólarnar eru líka hentugar á þann hátt að það má stytta þær með því að gera hnút á ólina en þá er t.d. hægt að hafa myndavélina ofar á hálsinum eða á höndinni - sem mjög hentugt.

FullSizeRender.jpg

Við erum búnir að prófa tvær tegundir (sem greitt var fyrir) á Fujifilm X100F og ekki eru þær bara einstaklega þægilegar - þær eru ótrúlega flottar.  

Hægt er að fá Sailor Strap í mismunandi lengdum, litum og útfærslum - eitthvað sem hentar flestum myndavélum. En við ætlum að mæla með handólum sem heita Skinny Jimmy Hand eins og sjást á myndinni sem tekin er í Central Park í New York - sérstaklega fyrir minni vélar. 

Smelltu hérna til að skoða úrvalið.

Gott stöff frá Póllandi.

Eru vatnsheld Airpods 2 væntanleg?

Eru vatnsheld Airpods 2 væntanleg?

iPhone Xr vinsælli en Xs - nálgast Xs Max

iPhone Xr vinsælli en Xs - nálgast Xs Max