Eru vatnsheld Airpods 2 væntanleg?

Eru vatnsheld Airpods 2 væntanleg?

Sögusagnir úr tækniheiminum herma að það sé stutt í að Apple sendi á markað Airpods 2 sem verða vatnsheld og með þráðlausri hleðslu. 

Airpods hafa notið fádæma vinsælda síðan þau náðu fótfestu í eyrum notenda en til að byrja með þóttu þau frekar geimveruleg.  

Þau hafa samt þótt skorta ákveðna kosti til að gera þau að fjölnota heyrnartólum en t.d. hafa þau átt til að deyja ef fólk hefur notað þau í ræktinni eða við útihlaupin.  

Þá eru þau ekki með þráðlausri hleðslu eins og Apple Watch eða í nýrri iPhone símum.  

Þetta er sagt vera í Airpods 2 en það er ekki kominn nákvæmur dagur um hvenær þau verða fáanleg - sem er vonandi sem fyrst! 

Airpower mottan í framleiðslu

Airpower mottan í framleiðslu

Viltu þægilega ól? - Þá er Sailor Strap málið

Viltu þægilega ól? - Þá er Sailor Strap málið