iPhone 11 Pro - Myndavél var það heillin

iPhone 11 Pro - Myndavél var það heillin

Það hafa margir Apple aðdáendur beðið spenntir eftir nýjasta útspili Apple sem eru símarnir iPhone 11 og iPhone 11 Pro. Það var svo sem vitað að þessi uppfærsla snérist ekki að mestu um meiri kraft eða meira minni en myndavélin var núna efst á óskalista notenda - og Apple svaraði því kalli.

Það er nánast óþarfi að hafa mörg orð um símann sem slíkan, hann er keimlíkur iPhone Xs símanum enda svo sem ekki mikið hægt að gera til að gera símanna kraftmeiri. Það er alltaf hægt að bæta við geymsluplássið en nýju símarnir koma með 62gb (of lítið), 256gb (hæfilegt) og 512gb (sé ekki tilganginn) geymsluplássi sem ætti að duga fyrir hvað sem er. Ég vil samt hérna biðja alla að treyst ekki um of á símann og kaupa aðgang að iCloud eða Dropbox til að geyma myndir og mikilvæg skjöl.

Screenshot 2019-10-01 at 09.34.48.jpg

iPhone 11 og 11 Pro eru frábærir símar með geggjuðum skjá en við höfum séð það allt áður, við vildum alvöru myndavél og það fengum við. Ég er ljósmyndari og eins og ég elska iPhone yfir höfuð þá finnst mér alltaf vanta eitthvað upp á þegar kemur að myndavélinni. Þá sérstaklega víðari linsu en það var svo sem skiljanlegt að það væri ekki hægt að fá allt þar sem það er stærð símans sem hamlar stærð linsunnar, skiljanlega.

Apple setti núna þrjár linsur á iPhone 11 Pro sem gera símann að nánast alvöru myndavél. Það er 52mm linsa sem er góð í myndatökur eins og portrett af fólki og til að komast nær viðfangsefninu, 26mm sem er fín gleiðlinsa en rúsínan í linsuhorninu en 13mm víðlinsa sem tekur afar vítt sjónarhorn. Þetta er satt að segja það sem hefur vantað í iPhone, að gera myndavélina betri. Ég er alls ekki að segja að iPhone hafi hingað til verið með lélega myndavél enda er iPhone útbreiddasta og mest notaða "myndavél" í heiminum í dag.

Það er í lagi að benda á að 13mm linsan bjagar töluvert í hornin á rammanum. Það er eðlilegt þegar um svo víða linsu er að ræða. Persónulega finnst mér þetta bara skemmtilegur fítus enda er ekki hægt að hafa allt hornrétt þegar vinkillinn er orðinn þetta gleiður. En sitt sýnist hverjum.

Apple fór líka góða leið þegar kemur að upplausn en myndflagan er 12mp sem hljómar ekki neitt sérstaklega mikið þegar aðrir símar eins og Nokia eru með allt að 50mp myndflögum en þetta snýst ekki allt um tölur. Það sem snjallsímar glíma við er stærðin og stærð linsunnar sem er troðið í símann. Það er því til lítils að setja myndflögu sem gerir ekkert fyrir myndina, þess vegna fer Apple leið aðra leið sem er að setja enn meiri vinnu í hugbúnaðinn sem keyri myndavélina áfram og eftir að prófa iPhone 11 Pro þá sést að það er rétt ákvörðun.

Screenshot 2019-10-01 at 09.34.23.jpg

Myndirnar úr iPhone 11 Pro eru frábærar og víðlinsan opnar dyr í nýjan heim. Heim þar sem það þarf ekki að setja aukahluti á símann til að ná gleiðari myndum sem í leiðinni minnka gæði myndanna til muna. Linsurnar eru líka með föstu ljósopi, 52mm er með 2.0, 26mm er með 1.8 og 13mm er með 2.4. Þetta býður líka upp á að blanda saman linsum til að búa til dýptarskerpu í myndirnar, þ.e. að setja t.d. bakgrunninn úr fókus - sem er ekkert nýtt.

En að auki því að koma uppfæra símann í eiginlegan myndavélasíma þá fór Apple líka nokkur skref í að gera hugbúnaðinn fyrir myndavélina betri. Night Mode er nýr kostur til að taka myndir á nóttunni eða í skammdeginu en síminn reynir ekki að lýsa upp allan rammann eins og það sé flóðljós á staðnum heldur eykur hann ljósmagn á þeim ljósgjöfum sem eru til staðar. Þetta gefur náttúrulegri og raunverulegri útlit á myndina en margir símar og myndavélar keyra upp birtuna á þann hátt að myndin verður ljót.

IMG_0051.jpg

Nú hljómar margt af þessu eins og einhver sértrú og það er gott og blessað. Það eru margir símar þarna úti sem eru með góðri myndavél og það er frábært. En fyrir þau sem eru í Apple vistkerfinu og elska að taka myndir þá er ekki annað hægt en að mæla með iPhone Pro sem símanum til að eiga.

Að lokum má hrósa Apple fyrir að gera stjórnhnappa og annað fallegt og ljósmyndaravænt. T.d. þegar farið er á milli linsa þá fer síminn á næstu brennivídd en súmmar ekki inn og út, þetta er gert fyrir ljósmyndara sem eru vanir að nota linsur. Þetta gerir líka upplifunina skemmtilegri og síminn verður meiri myndavél.

IMG_4326.JPG

Við erum farin að fanga æ fleiri augnablik á símana okkar enda erum við alltaf með símann við höndina. Við setjum myndir á vefinn í rauntíma og deilum minningum með fjölskyldum og vinum. Það væri barnalegt að ætla að segja að fólk eigi bara að nota myndavélar til þess - sérstaklega þegar símar í dag og þar á meðal iPhone 11 Pro eru orðnar frábærar myndavélar.

Auðvitað eru þeir sem munu segja að myndgæðin séu ekki eins góð og úr stóru vélinni sinni og það allt, þá er allt í lagi að muna að þetta er nú fyrst og fremst sími.

1-1568664530.jpg
Deep Fusion ljósmyndatækni í iOS 13.2 beta

Deep Fusion ljósmyndatækni í iOS 13.2 beta

Forsala á iPhone Pro er hafin - kemur á föstudaginn

Forsala á iPhone Pro er hafin - kemur á föstudaginn