Deep Fusion ljósmyndatækni í iOS 13.2 beta

Deep Fusion ljósmyndatækni í iOS 13.2 beta

Það eru margir búnir að fjárfesta í iPhone 11 símum en mikið hefur verið rætt um myndavélina í símanum sem er með þeim betri á markaðnum. Það er samt ekki allt en fljótlega breytist tæknin í myndvinnslu símanna en Deep Fusion er handan við hornið.

Deep Fusion myndvinnslan er einungis í iPhone 11 sem stendur en Apple segir ástæðuna vera örgjörvann sem er það öflugur að hann ræður við þessa myndvinnslu. Það er ekki einfalt að útskýra tæknina en í stuttu máli virkar hún þannig að síminn ber saman alla pixlana á myndinni til að setja saman sem skarpasta mynd.

Þetta virkar þannig að á meðan þú tekur mynd þá tekur síminn 3 myndir áður en þú smellir af og 3 myndir þegar þú tekur myndina. Hann blandar svo saman þessum römmum til að búta til eina mynd sem er mun skarpari en að taka eina mynd. Þetta er ekki ósvipað HDR tækninni sem hefur verið til nokkuð lengi en Deep Fusion tæknin skilar mun skarpari myndum en HDR.

Þetta þýðir að iPhone er orðinn enn betri myndavél en áður, sem er erfitt að trúa. Myndir sem teknar eru með Deep Fusion hafa verið bornar saman við myndir úr stærri myndavélum og það er stundum ekki hægt að sjá gæðalega hvor myndin kemur úr farsíma og hver er úr stærri myndavél.

Þessi tækni kom í iOS 13.2 beta uppfærslu á dögunum en verður aðgengileg eigendum iPhone 11 þegar hugbúnaðaruppfærslan kemur endanlega út.

Það er ekki annað hægt að segja en að það sé skemmtilegur tími fyrir ljósmyndaáhugafólk - sem og atvinnumenn.

Flottar "Night Mode" myndir frá Suðurnesjum

Flottar "Night Mode" myndir frá Suðurnesjum

iPhone 11 Pro - Myndavél var það heillin

iPhone 11 Pro - Myndavél var það heillin