Galaxy Fold V2 hefur batnað til muna

Galaxy Fold V2 hefur batnað til muna

Það er ekki langt síðan Samsung þurfti að fresta útgáfu Galaxy Fold símans sem er samanbrjótanlegur snjallsími og átti að vera flaggskip tæknirisans. Það kom fljótlega í ljós að ansi margir gallar voru á hönnun símans sem endaði á því að Samsung frestaði sölu á tækinu en nú er Samsung Fold V2 kominn.

Miklar breytingar voru gerðar frá upprunalegu hönnuninni en meðal þess sem var lagað er hlífðarfilma á símanum sem notendur rifu af haldandi að það væri filma sem kæmi bara eins og á nýjum tækjum. Það er búið að laga samskeytin þar sem síminn opnast í sundur en tengingar áttu lið að liðast í sundur og slökkva á öðrum skjánum og mun fleira var gert.

Þessi nýja útgáfa virðist standast álag mun betur en fyrsta útgáfan en þrátt fyrir það þá eru notendur af nýju útgáfunni farin að benda á vandræði með Fold V2. Svo virðist t.d. að snertiflöturinn sé ennþá viðkvæmur og hafa fólk lent í því að honum sé lokað og það sé eitthvað á milli, eins og sandkorn, sem rispar skjáinn.

Hins vegar er margt sem er orðið mun betra eins og búast mátti við. Það kemur samt ekki almennilega í ljós fyrr en almenningur fær símann í hendurnar hvernig hann stenst álag hversdagsins.

En burtséð frá því þá er Galaxy Fold frábær hugmynd sem vonandi nær fótfestu, sem verður væntanlega að lokum í útgáfu 3.

Flottar "Night Mode" myndir frá Suðurnesjum

Flottar "Night Mode" myndir frá Suðurnesjum