Canon RP væntanleg?
Orðrómur í ljósmyndaheiminum segir að Canon sé að koma með nýja R vél sem ber heitið Canob RP. Þessi vél verður á mun hagstæðara verði en Canon R vélin.
Það er ekki vitað hvenær vélin kemur í búðir en talað er um fyrri hluta ársins 2019. Vélin verður mun ódýrari en R vélin og er Canon að feta sömu slóðir og áður með að vera með vélar í öllum verðflokkum.
Canon R vélin er speglalaus og hafa margir mælt með henni - þ.e. að skipta út EOS vélinni fyrir R. Enn sem komið er vantar samt töluvert uppá að sama val sé á R linsum og EOS linsum en þeim fer samt fjölgandi.