Eru Airpods 2 væntanleg 29. mars?

Eru Airpods 2 væntanleg 29. mars?

Slúðurberar segja að það sé von á Airpods 2 og þann 29. mars þá verði hægt að kaupa Airpods 2, Airpower þráðlausar hleðslumottur og nýir iPad-ar líti dagsins ljós.

Það er samt ekkert komið um þetta frá Apple og allt eins líklegt að þetta sé óskhyggja eins og raunveruleiki. Fregnirnar segja að þann 22. mars þá verði hægt að forpanta allar þessar vörur en flestir eru að bíða eftir Airpods 2.

Airpods 2 verða betur vatnsheld en þau sem núna eru í sölu en einnig er talað um að ný húð sé komin á þau sjálf sem gera þau ekki eins sleip. Það ætti að minnka að fólk missi þau úr eyrunum og höndunum auðvitað. En þetta er ekki staðfest enn sem komið er. Þá verða þau auðvitað með þráðlausri hleðslu sem er kærkomin nýjung.

Það ættu samt allir að vera klár með kredit-kortin þann 22. mars - svona ef þetta skyldi detta í sölu.

Samsung Fold ekki alveg samfellanlegur

Samsung Fold ekki alveg samfellanlegur

Canon RP væntanleg?

Canon RP væntanleg?