Samsung Fold ekki alveg samfellanlegur

Samsung Fold ekki alveg samfellanlegur

Samsung kynnti í vikunni nýja síma en meðal þeirra er samfellanlegur sími sem ber heitið Samsung Fold. Þetta þykir ansi áhugaverð tækninýjung en kemur samt með sínum annmörkum.

Myndbönd sem sýna símann í notkun sýna að hann fellur alls ekki alveg saman en það er horn á honum sem getur ekki lagst saman þannig að hann sé einfaldur og liggi slétt. Þetta eru annmarkar tækninnar en Samsung er ekki búið að ná tækni til að beygja tengihluta símans þannig að þeir geti myndað 90 gráðu horn.

Það þýðir að ef þú ætlar að nota símann sem einfaldan þá þarftu að sætta þig við að hann liggi ekki beinn í lófanum - svo sem ekkert stórmál en eitthvað sem Samsung á eftir að finna lausn á enda vilja væntanlega flestir geta brotið símann alveg saman til að nota hann í símtölum og slíkt.

Samsung S10 ýtir iPhone Xs úr toppsætinu

Samsung S10 ýtir iPhone Xs úr toppsætinu

Eru Airpods 2 væntanleg 29. mars?

Eru Airpods 2 væntanleg 29. mars?