Samsung S10 ýtir iPhone Xs úr toppsætinu

Samsung S10 ýtir iPhone Xs úr toppsætinu

Samsung S10 var kynntur í seinustu viku og eru fyrstu dómar um símann að detta inn. Þeir segja að Samsung S10 sé búinn að slá iPhone Xs úr toppsætinu sem heitasta símann á markaðnum í dag.

S10 er flaggskip Samsung og hefur verið nokkur eftirvænting með símann. Það er ljóst að Samsung þurfti að koma með ansi öflugan síma til að keppa við iPhone Xs og Xs Max. Það tókst en tæknivefir keppast um að hylla S10 sem nýja keisarann í ríki snjallsímanna.

S10 er gríðarlega öflugur en hann slær iPhone Xs við í hraðaprófunum - sem svo sem kemur ekki á óvart enda er S10 uppfyllur af nýjustu tækni. Síminn er m.a. með þremur linsum en það á að vera til þess að koma með tæknina að setja bakgrunninn úr fókus en einnig er kominn linsa sem er mjög víð eða “ultra wide” sem gerir símann ansi áhugaverðan fyrir þá sem nota símtækið í allar myndatökur. iPhone Xs er með 2 linsum, ein sem er víð og önnur með meiri aðdrætti en S10 er með 12-52 mm linsu sem gerir hann sigurvegarann þegar kemur að myndavélinni á þessum símum.

S10 er einnig ennþá með heyrnartólsinnstungu og því er ekki alveg að marka þær fréttir að Samsung ætlaði að losa sig við innstunguna til að gera símann þynnri, það gerist væntanlega seinna.

Skjárinn er dynamic AMOLED skjár sem er með stórkostlega liti en til að verja skjáinn er hann úr Gorilla Glass 6 gleri sem þolir ansi mikla misnotkun án þess að brotna.

Það munu koma aðrar útgáfur af S10 á næstunni en S10 5G mun styðja 5G kerfið sem mun hefja innleiðingu bráðlega en þess má geta að Nova er byrjað að prófa þetta kerfi sem býður upp á margfaldan gagnaflutningshraða. Þá kemur líka S10+ sem verður stærri en litli bróðirinn, S10.

Síminn er væntanlegur til landsins en fjarskiptafyrirtæki eru farin að selja tækið í forsölu og ef þú pantar þér S10 í forsölu þá færðu þennan frábæra síma í hendurnar á undan almúganum.

Spectre gerir þér kleift að taka myndir á löngum tíma á iPhone

Spectre gerir þér kleift að taka myndir á löngum tíma á iPhone

Samsung Fold ekki alveg samfellanlegur

Samsung Fold ekki alveg samfellanlegur