Instagram prófar nýjan innskráningarmöguleika

Instagram prófar nýjan innskráningarmöguleika

Samfélagsmiðillinn Instagram er að prófa nýjan innskráningarmöguleika en þá væri einn aðalnotandi skráður inn og hann getur verið með fleiri notendur á sömu innskráningu án þess að skrá hvern og einn inn.

Þetta er gert til að þau sem eru t.d. að setja inn efni fyrir marga notendur þurfi ekki að skrá inn aðra notendur en sig. Svo er hægt að tengja undir-notendur við þann notanda sem síðan fengi valkost að birta efni á mörgum stöðum.

Þetta myndi t.d. nýtast fyrir fyrirtæki og áhrifavalda sem eru að birta undir mismunandi notendum en eru sjálfir skráðir inn.

Þessi valkostir er enn sem komið er í skoðun hjá Instagram en líklega verður þetta í boði ef áhugi er fyrir þessu meðal stórnotenda.

Instagram.png
iOS 12.2 beta sýnir 5G (en það virkar ekki)

iOS 12.2 beta sýnir 5G (en það virkar ekki)

Apple mun ekki opna á hópasamtöl í Facetime strax

Apple mun ekki opna á hópasamtöl í Facetime strax