iOS 12.2 beta sýnir 5G (en það virkar ekki)

iOS 12.2 beta sýnir 5G (en það virkar ekki)

iOS 12.2 Beta 2 kom út í gær og eitt og annað kom í ljós í þessari for-útgáfu. Eitt sem vakti athygli er að það er komið 5G E þar sem símastyrkur sést efst á skjánum. Það er til marks um að Apple sé að innleiða 5G gagnahraða á símaneti á snjalltækjum sínum.

5G er næsti staðall sem er væntanlegur í símtæki en þessi staðall er ennþá í prófunum og verður ekki almennt aðgengilegur fyrir notendur fyrr en seinna á árinu. Þetta tengist samstarfi Apple og bandaríska símafyrirtækinu AT&T en fjarskiptafyrirtækið stefnir að því að koma 5G í loftið sem fyrst.

Þegar 5G verður nothæft þá geta snjalltæki, og satt að segja hvaða tæki sem er, notast við margfaldan gagnaflutningshraða. Þá gætu notendur verið með nánast ljósleiðarahraða í farsímanum sem er ansi spennandi þegar kemur að t.d. efni sem er streymt eins og Netflix eða slíkt.

Spennandi!

iOS 12.1.4 lagar Facetime vandann

iOS 12.1.4 lagar Facetime vandann

Instagram prófar nýjan innskráningarmöguleika

Instagram prófar nýjan innskráningarmöguleika