Er síminn týndur? Svona getur þú fundið hann.

Er síminn týndur? Svona getur þú fundið hann.

Það er minnsta mál í heimi að týna símanum sínum, það er enn minna mál fyrir börnin okkar að gera það en stundum þá koma þau heima ekki vitandi hvar síminn þeirra sé og finnst það ekki merkilegt - en við, foreldrarnir, þurfum á endanum að standa uppi með tapið.

Það eru hjálpartæki sem geta samt aðstoðað okkur við að finna týnd snjalltæki en bæði iOS og Android stýrikerfin eru með forrit sem fylgjast með staðsetningu tækjanna - eins lengi og þau eru tengd við net og í gangi.

Á Apple er “Find iPhone” en með því geturðu fylgst með staðsetningu tækja sem eru skráð á þinn notanda hjá Apple en einnig er hægt að fara á www.icloud.com og skrá inn notandann sem týndi símanum til að sjá hvar tækið er. Í “Find iPhone” birtist listi af tækjunum sem eru skráð á þinn notanda en tækin fá nýjustu staðsetningu ef þau eru ekki í gangi eða úr netsambandi. Það má þá alltaf byrja að kanna með seinasta staðinn sem tækið var á. Það sama er með Airpods en þar kemur á listann seinasti staðurinn sem Airpods voru tengd við símann. Þar sem Airpods eru Bluetooth tengd þá getur síminn ekki séð aðra staðsetningu en þegar þau voru seinast tengd símanum.

Hjá Android er forrit sem heitir “Find my device” en það virkar eins og hjá Apple. Þetta er núna orðinn hluti af “Google Play Protect” hjá Android en þá er hægt að sjá tæki tengd notandanum.

En þetta er ekki allt. Það er einnig hægt að gera margt annað með þessum hjálpartækjum eins og láta tækið gefa frá sér hljóðmerki ef þú finnur það ekki og það er kannski í sófanum undir púðunum. Einnig er hægt að læsa símanum þannig að óprúttnir aðilar geti ekki notað tækið og svo er valkostur að eyða öllu af tækinu en þá getur sá sem er með símann ekki notað hann með þínum gögnum. Þetta er t.d. nytsamlegt ef þú veist að það er búið að stela símanum og þú sérð ekki fram á að fá hann aftur í hendurnar.

Þannig að áður en þú hleypur út að leita að símanum sem guttinn þinn var að fá í afmælisgjöf og týndi á fyrsta degi, reyndu að finna staðsetninguna með Find iPhone á iOS eða Find my device á Android - kannski er síminn bara í skólastöskunni á “silent” eftir allt saman.

find-my-lost-phone.png
Airpods 2, Air og Mini er allt nýtt stöff frá Apple

Airpods 2, Air og Mini er allt nýtt stöff frá Apple

iPad mini 5 væntanlegur

iPad mini 5 væntanlegur