iPad mini 5 væntanlegur

iPad mini 5 væntanlegur

Það má búast við nokkrum nýjungum frá Apple á komandi vikum en meðal þeirra verður iPad mini 5. Það sem hefur lekið út um þessa uppfærslu er ekki merkilegt en líklega mun Apple straumlínulaga hann í stíl við iPad sem kom út á árinu.

iPad mini hefur venjulega siglt undir radar en mun stærri hópur sem hefur áhuga á stærri iPad tækjunum. Það verður þó að játast að iPad mini er mjög hentug stærð fyrir þá sem vilja nota hann sem lestrarhest fyrir bækur og þá sem vilja spara plássið eins og hægt er.

Það er því búist við að iPad mini 5 verði ekki nein risauppfærsla, en samt mun hann fá kostina sem eru í núverandi iPad eins og skjárinn nær lengra út, þ.e. minni kantur og svo verður hægt að aflæsa honum án fingrafars eða með “face ID”.

iPad mini 5 mun væntanlega líta dagsins ljós á komandi vikum en það styttist jú í næstu kynningu Apple og það er aldrei að vita nema hann verði meðal þess sem verður kynnt til sögunnar þar.

Er síminn týndur? Svona getur þú fundið hann.

Er síminn týndur? Svona getur þú fundið hann.

Þú getur fengið "Dark Mode" á Messenger - strax í dag!

Þú getur fengið "Dark Mode" á Messenger - strax í dag!