Instagram einfaldar kaupferli á netinu

Instagram einfaldar kaupferli á netinu

Instagram tilkynnti nýverið nýja viðbót við appið sem við þekkjum öll svo vel en það er “checkout”. Þetta kemur fram í pistli sem birtist á Facebook-síður stafrænu auglýsingarstofunnar KIWI.

Checkout er ný leið til þess að versla á netinu í dag og fylgir framtíðaráformum móðurfyrirtækisins Facebook í netverslun en Facebook hafa áður gefið það út að þeir séu að fjárfesta mikið í þróun á netverslunarmöguleikum í forriti sínu.

Checkout gerir notandanum kleift að versla vörur út frá “tap to view” möguleikanum á færslum frá fyrirtækjum. Þegar þangað er komið velur notandi lit og stærð og þaðan færist einstaklingur yfir á greiðsluupplýsingar, notandinn þarf aðeins einu sinni að fylla út greiðslu og afhendingaupplýsingar en eftir fyrstu kaup vistar Instagram þessar upplýsingar á öruggan máta.

Eftir fyrsta skiptið ganga kaupin auðveldlega fyrir sig sökum þess að Instagram geymir upplýsingar um greiðslu og afhendingu. Allt þetta ferli gerist innan Instagram forritsins en líkt og notendur þekkja opnaðist áður vafragluggi út frá Instagram sem pirraði marga notendur og lét þá hætta við kaupin.

Til að byrja með verða aðeins nokkur vörumerki sem fá að prufukeyra þennan nýja anga Instagram en það eru mörg af stærstu vörumerkjum heimsins:

 • Adidas @adidaswomen & @adidasoriginals

 • Anastasia Beverly Hills @anastasiabeverlyhills

 • Balmain @balmain

 • Burberry @burberry

 • ColourPop @colourpopcosmetics

 • Dior @dior

 • H&M @hm

 • Huda Beauty @hudabeautyshop

 • KKW @kkwbeauty

 • Kylie Cosmetics @kyliecosmetics

 • MAC Cosmetics @maccosmetics

 • Michael Kors @michaelkors

 • NARS @narsissist

 • Nike @niketraining & @nikewomen

 • NYX Cosmetics @nyxcosmetics

 • Oscar de la Renta @oscardelarenta

 • Ouai Hair @theouai

 • Outdoor Voices @outdoorvoices

 • Prada @prada

 • Revolve @revolve

 • Uniqlo @uniqlo

 • Warby Parker @warbyparker

 • Zara @zara

Netflix - The Dirt segir frá ótrúlegri sögu Motley Crue - Smá hliðarsaga

Netflix - The Dirt segir frá ótrúlegri sögu Motley Crue - Smá hliðarsaga

Sjónvarpið I Ólafur Darri var einu sinni drekinn - ótrúlegt en satt

Sjónvarpið I Ólafur Darri var einu sinni drekinn - ótrúlegt en satt