Netflix - The Dirt segir frá ótrúlegri sögu Motley Crue - Smá hliðarsaga

Netflix - The Dirt segir frá ótrúlegri sögu Motley Crue - Smá hliðarsaga

Leikna heimildarmyndin The Dirt, saga rokkhljómsveitarinnar Motley Crue, kom út í vikunni en myndin byggir á bók um magnað og sumpart lygilega sögu hljómsveitarinnar sem átti mestri frægð að fagna á árunum 1985 og ansi mörg ár eftir það.

Myndin er hin ágætasta en fer samt ekki eins djúpt í sögu hljómsveitarinnar eins og bókin, The Dirt: Confessions of the World's Most Notorious Rock Band, sem er hreint út sagt mögnuð lesning. Það er svo sem skiljanlegt enda margt í bókinni sem myndi væntanlega móðga marga ef það væri sýnt í sjónvarpinu eins og endalaus kynsvöll, neysla eiturlyfja og fleira sem ímyndaraflið þarf að túlka í huga hvers og eins.

En það er um að gera að horfa á The Dirt á Netflix sem er um tveggja tíma mynd og á góða spretti.

En nú að skemmtilegri hliðarsögu. Bassaleikarinn í Motley Crue, Nikki Six, hefur seinni ár tileinkað sér meir og meir að taka myndir. Hann er mikill aðdáandi Leica myndavélanna og m.a. hefur hann haldið sýningar í Leica galleríum sem hafa fengið mikið lof.

Það er því ekki úr vegi að skoða myndirnar sem Nikki Six hefur tekið en hér að neðan spjallar kappinn um sýninguna Conversations with Angels.

Fujifilm uppfærir loksins iOS appið

Fujifilm uppfærir loksins iOS appið

Instagram einfaldar kaupferli á netinu

Instagram einfaldar kaupferli á netinu