ECG komið til Evrópu (en ekki til Íslands)

ECG komið til Evrópu (en ekki til Íslands)

Apple uppfærði í gær Apple Watch hugbúnaðinn sem er í úrunum vinsælu en uppfærsla í 5.2 er núna fáanleg öllum. Það eru nýjungar í þessi uppfærslu sem Evrópubúar fagna - en auðvitað eru Ísland hvergi sjáanlegt á listanum.

AW 5.2 opnar á ECG hjartamælinguna, electrocardiogram, sem getur t.d. látið vita ef sá sem er með úrið á sér er með óreglulegan hjartslátt sem gæti valdið heilsutjóni. Úrið gæti þá t.a.m. kallað eftir aðstoð ef hjartað hættir alfarið að slá eða það mælir það mikinn óregluleika að það telji að viðkomandi þurfi tafarlausa aðstoð.

Það er samt enn sem komið er ekki opið á það á Íslandi en við virðumst vera ansi fjarri því að vera markaðssvæði sem Apple horfir til. Það sama má segja um greiðslukortin sem Apple er að koma með en ekkert var minnst á Ísland í því samhengi enda ekki einu sinni ennþá hægt að nota Apple Pay hér á landi.

Það kemur samt væntanlega hingað fyrr eða síðar en sökum smæðar okkar þá einbeitir Apple sér að löndum sem geta skilað fyrirtækinu betri tekjum en Ísland.

Screenshot 2019-03-28 at 13.21.42.jpg
Airpower - Hvíl í friði

Airpower - Hvíl í friði

Fujifilm uppfærir loksins iOS appið

Fujifilm uppfærir loksins iOS appið