Fujifilm uppfærir loksins iOS appið

Fujifilm uppfærir loksins iOS appið

Það eru ansi margir sem eiga Fujifilm-myndavélar enda góðar vélar í alla staði og frumkvöðlar að mörgu leyti þegar kemur að speglalausum myndavélum. Það sem hefur samt ekki verið gott á þeim bænum en appið sem notendur farsíma nota mikið - nú hefur verið breyting á.

Fujifilm uppfærði iOS appið, Fujifilm Camera Connect, í 4.0 í vikunni og uppfærsla fyrir Android er á næsta leyti. Appið er orðið mun fallegra og straumlínulagaðra en draslið sem var í gangi en notendur hafa bent ótal oft á hversu lélegt það er. Myndavélaframleiðlendur eins og Leica er með eitt besta appið á markaðnum en þar er hugsað um formfegurð ekki síður en notagildi.

Æ fleiri ljósmyndarar senda myndir beint í símann eða snjalltækið til að birta myndir sem fyrst og var því kominn tími á að Fujifilm myndu koma til móts við notendur með nýju appi.

Nýja appið lítur vel út og munum við prófa það á næstunni - en ef þú ert með Fujjifilm stafræna myndavél í höndunum og iOS tæki - sæktu þá nýja appið! Android útgáfan kemur í maí.

pic_03.jpg
ECG komið til Evrópu (en ekki til Íslands)

ECG komið til Evrópu (en ekki til Íslands)

Netflix - The Dirt segir frá ótrúlegri sögu Motley Crue - Smá hliðarsaga

Netflix - The Dirt segir frá ótrúlegri sögu Motley Crue - Smá hliðarsaga