Airpower - Hvíl í friði

Airpower - Hvíl í friði

Það verður ekkert úr því eftir allt saman að Airpower hleðslumottan frá Apple líti dagsins ljós en margir hafa beðið spenntir eftir að hlaða Apple tækin sín með þessari mottu -  sem nú hefur verið afskrifuð. 

Apple Airpower átti að geta hlaðið nokkur tæki samtímis, eins og iPhone, Airpods og Apple Watch. Vandinn við hönnunina var að mottan þurfti að hlaða tækin með mismunandi styrk og Apple náði ekki að leysa það verkefni.  

Jafnvel þó Apple hafi sett myndir af Airpower í birtingu þá gafst fyrirtækið loksins upp í gær og tilkynnti að það gæti ekki framleitt Airpower í þeim gæðum sem hefði þurft og var Airpower mottan því andvana fædd.  

Þetta er vandræðalegt fyrir Apple sem var að byrja að selja Airpods 2 sem eru með þráðlausa hleðslu og svo eru öll hin tækin sem eru gerð fyrir þráðlausa hleðslu. 

Það eru samt mörg önnur fyrirtæki sem framleiða hleðslumottur og því þurfa viðskiptavinir ekki að örvænta.  

Hvíl í friði Airpower.  

Photo Mechanic 6 er uppfærsla sem ljósmyndarar ættu að skoða

Photo Mechanic 6 er uppfærsla sem ljósmyndarar ættu að skoða

ECG komið til Evrópu (en ekki til Íslands)

ECG komið til Evrópu (en ekki til Íslands)