Þú getur fengið "Dark Mode" á Messenger - strax í dag!

Þú getur fengið "Dark Mode" á Messenger - strax í dag!

Apple er smám saman að innleiða "Dark Mode" í stýrikerfin sín en MacOS Mojave er með dökkum ham og nú er iOS að fá þennan kost. Það eru samt mörg forrit sem eru byrjuð að bjóða upp á þetta og er Facebook Messenger eitt af þeim - og þú getur kveikt á "Dark Mode" strax í dag!

Það er frekar einfalt að kveikja á því. Þú skrifar bara í einhvern spjallgluggann tungl-emoji 🌙 og þá fær viðkomandi og þú skilaboð um að geta kveikt á "Dark Mode" í forritinu. Einfaldara gæti það varla verið. Þetta er hægt bæði á iOS og Android stýrikerfum.

Dökk hamurinn í Messenger er ansi laglegur og það er vonandi að fleiri bæti þessari stillingu í forritin sín en iOS 13 verður væntanlega með svona stillingu fyrir allan símann - og við getum ekki beðið eftir því!

iPad mini 5 væntanlegur

iPad mini 5 væntanlegur

Spectre gerir þér kleift að taka myndir á löngum tíma á iPhone

Spectre gerir þér kleift að taka myndir á löngum tíma á iPhone