Spectre gerir þér kleift að taka myndir á löngum tíma á iPhone

Spectre gerir þér kleift að taka myndir á löngum tíma á iPhone

Þeir sem nota iPhone við að taka myndir ættu að skella sér á Halide myndavéla-appið sem tekur t.d. myndir í RAW-skrárformi og svo eru allskyns stillingar sem ættu að höfða til þeirra sem eru yfir höfuð að taka myndir eins og þeir væru með alvöru myndavél í höndunum. Nú er komið annað myndavélaforrit frá sama fyrirtæki sem heitir Spectre.

Spectre gerir símanum kleift að taka myndir á löngum tíma eða "long bulb exposure" sem býr til hreyfingu í myndinni og getur einnig búið til flæði í myndinni sem eiginlega fjarlægir til að mynda fólk af myndinni.

Það er hægt að velja 3, 5 og 9 sekúndur sem ætti að duga í flest verkefni. Appið er þannig gert að það sé hægt að halda á símanum meðan myndirnar eru teknar en það þarf ekki þrífót og atvinnumannatæki.

Það er samt bara málið að prófa en Spectre kostar aðeins 2.99 dollara sem stendur - það er því ekki úr vegi að prófa það - þú gerð allavega ekki á hausinn við að kaupa þetta skemmtilega forrit.

1_32TUD_O3iT5UKAP8VgIglg.gif
Þú getur fengið "Dark Mode" á Messenger - strax í dag!

Þú getur fengið "Dark Mode" á Messenger - strax í dag!

Samsung S10 ýtir iPhone Xs úr toppsætinu

Samsung S10 ýtir iPhone Xs úr toppsætinu