Instagram íhugar að hætta að birta "like" með myndum

Instagram íhugar að hætta að birta "like" með myndum

Samfélagsmiðillinn Instagram er að skoða að hætta að birta hversu margir eru búnir að setja “like” við myndir hjá notendum. Hugmyndafræðin á bakvið það er að áherslan hjá notendum sé að setja inn flottar myndir en ekki hugsa einungis um hversu margir eru að setja “like” á myndirnar.

Þetta myndi breyta notkuninni á Instagram nokkuð mikið en núna nota t.d. áhrifavaldar forritið mikið til að selja vörur og afla sér tekna. Instagram hefur því að miklu leyti breyst úr því að vera vettvangur til að deila myndum í markaðstæki - sem er ekki að skapa Instagram nægilegar tekjur.

Með því að taka þetta út myndu áhrifavaldar ekki bent á þessar tölur og í staðinn gæti Instagram þá selt fleiri auglýsingar til birtingar - og grætt meira.

Þetta er samt ennþá í skoðun og prófunum en notendur sem hafa aðgang að forútgáfum af Instagram hafa tekið eftir þessu en þetta gæti vitanlega breyst áður áður en útgáfur eru sendar til almennings.

Samsung frestar sölu á Galaxy Fold

Samsung frestar sölu á Galaxy Fold

Samsung Galaxy Fold er ekki að gera gott mót

Samsung Galaxy Fold er ekki að gera gott mót