Samsung Galaxy Fold er ekki að gera gott mót

Samsung Galaxy Fold er ekki að gera gott mót

Það er ekki langt síðan Samsung kom á markaðinn með Samsung Galaxy Fold sem er samanbrjótanlegur sími sem seldist upp í forpöntun en slatti af tækjum hafa verið í notkun hjá fjölmiðlafólki og áhrifavöldum - og þeir símar eru farnir að klikka alla verulega.

Fregnir frá notendum segja að símarnir séu farnir að missa samband milli skjáa, sumir eru að brotna og svo er algengt að notendur taki af filmu sem er yfir skjánum sem þeir telja að sé eitthvað sem á að taka af en er í raun hluti af vörninni á skjánum.

Það er líka að gerast að eitthvað er á milli skjáanna þegar síminn er lokaður, eins og sandkorn eða annað sem þá þrýstist inn í skjáinn og skemmir hann. Það er því eitt og annað sem Samsung þarf að skoða gaumgæfilega en símarnir eru að fáanlegir fyrir almenning á komandi dögum.

Samsung hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að “nokkur eintök af Fold” símanum hafi bilað og það sé verið að skoða hvað gerðist. Þessi vandamál eigi samt ekki að vera í símtækjunum sem eru að koma á markaðinn enda voru fyrstu tækin prufutæki.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig Fold símarnir standast daglega notkun þegar þeir verða fáanlegir en komi upp samskonar vandamál og notendur hafa verið að kvarta yfir þá er líklegt að Samsung þurfi að laga ansi mörg tæki eða jafnvel innkalla þúsundir síma.

Instagram íhugar að hætta að birta "like" með myndum

Instagram íhugar að hætta að birta "like" með myndum

Photo Mechanic 6 er uppfærsla sem ljósmyndarar ættu að skoða

Photo Mechanic 6 er uppfærsla sem ljósmyndarar ættu að skoða