Samsung frestar sölu á Galaxy Fold

Samsung frestar sölu á Galaxy Fold

Samsung hefur ákveðið að fresta sölu á Galaxy Fold sem er nýjasti síminn frá tæknirisanum - en síminn hefur ekki beint fengið jákvæðar viðtökur hjá gagnrýnendum. 

Vandinn er að tækin sem fjölmiðlar hafa fengið til prófunar hafa mörg bilað og sum jafnvel komið biluð úr kassanum. Skjáirnir hafa hætt að virka og sum tæki hafa einfaldlega drepið á sér og ekki rankaði aftur úr rotinu. 

Samsung sagðist upphaflega ekki ætla fresta sölu á símunum en samkvæmt nýjustu fréttum þá mun Fold síminn ekki koma á markaðinn fyrr en í fyrsta lagi í næsta mánuði. Samsung ætlar að skoða þær bilanir sem notendur hafa bent á og kanna hvort hægt sé að koma í veg fyrir þær. 

Það er samt líklegt að Samsung sé nú þegar búið að framleiða símanna sem áttu að koma í sölu og því spurning hvort þau tæki verði uppfærð eða ný tæki framleidd. 

Spennandi! 

Grátandi stúlka á mynd ársins hjá WPP

Grátandi stúlka á mynd ársins hjá WPP

Instagram íhugar að hætta að birta "like" með myndum

Instagram íhugar að hætta að birta "like" með myndum