Avengers Endgame þénaði 1.2 milljarða dollara

Avengers Endgame þénaði 1.2 milljarða dollara

Nýjasta mynd Marvel, Avengers Endgame, sló öll aðsóknarmet um helgina en myndin þénaði 1.2 milljarða dollara á heimsvísu. 

Það kemur svo sem ekki á óvart enda hafa skapast langar biðraðir við kvikmyndahús út um allan heim og myndin hefur þar að auki fengið frábæra dóma.  

Samkvæmt fyrstu tölum er myndin núna búin að hala inn 1.2 milljörðum dollara og þú getur margfaldað það með 122 sem er gengi dagsins gegn íslenskri krónu - samtals er þetta fáránlega mikið af peningum og þetta var bara fyrstu sýningarhelgina.

Ansi vel gert! 

FullSizeRender.jpg
Airpods 2 nú fáanleg á Íslandi

Airpods 2 nú fáanleg á Íslandi

Grátandi stúlka á mynd ársins hjá WPP

Grátandi stúlka á mynd ársins hjá WPP