Photo Mechanic 6 er uppfærsla sem ljósmyndarar ættu að skoða

Photo Mechanic 6 er uppfærsla sem ljósmyndarar ættu að skoða

Photo Mechanic er forrit sem ljósmyndarar ættu að kynna sér ef þeir eru ekki nú þegar að nota það. Forritið er alhliða myndflokkunar-forrit sem nýtist best í að sía út myndir sem á ekki að geyma en ekki síður að merkja myndir og setja inn upplýsingar sem fylgja myndunum hvert sem er.

Forritið hefur verið til lengi og er talið af mörgum það þægilegasta sem er í boði en það skal taka það fram að það er ekki ætlað í eiginlega myndvinnslu þó margt megi gera eins og vista myndir í mismunandi gæðum eða skráarsniðum.

Photo Mechanic er í grunninn flokkunar-verkfæri sem nýtist ótrúlega vel í val, merkingar og flokkun á myndum. Ljósmyndarar þekkja vel að þurfa að fara í gegnum þúsundir mynda og merkja við þær sem á að geyma og nota áfram, öðrum myndum má yfirleitt henda enda er það að verða eitt mesta vandamál ljósmyndara að sitja uppi með mörg terabæti af myndum sem verða ekki notaðar.

Photo Mechanic var að koma með stóra uppfærslu sem en núna er forritið alveg orðið 64 bita sem gerir það mun hraðvirkara en áður en svo er svo mikið af nýjungum að finna í forritinu að best er að lesa listann sem finna má á vef Camera Bits sem selur forritið.

Ljósmyndarar nota Lightroom og Photoshop mikið í dag en önnur forrit eru smám saman að verða sterkari enda er mikil vinnsla í dag gerð á miklum hraða til að birta í fjölmiðlum á netinu eða á samfélagsmiðlum. Það er því kallað eftir hraða í flokkunar og merkingarferlið í dag og þar kemur Photo Mechanic sterkt inn.

Það er óhætt að mæla með þessu forriti í flokkun og daglegri notkun fyrir myndir, og sérstaklega ef myndirnar eru svo sendar áfram í vinnslu í öðrum forritum eins og Lightroom. En sjón er sögu ríkari og það er hægt að nota forritið í mánuð án þess að kaupa það - það er því um að gera að sækja eintak og prófa.

Smelltu hérna til að sækja forritið.

photo-mechanic-6-news-camera-bits-fast-photo-culling-software-media-browser.jpg
Samsung Galaxy Fold er ekki að gera gott mót

Samsung Galaxy Fold er ekki að gera gott mót

Airpower - Hvíl í friði

Airpower - Hvíl í friði