Airpods 2 er settleg uppfærsla - en mikilvæg

Airpods 2 er settleg uppfærsla - en mikilvæg

Airpods 2 kom nýlega í verslanir og hefur Kassinn.net verið að prófa þessa nýju útgáfu að undanförnu. Það er er óhætt að mæla með þessari uppfærslu og þrátt fyrir að vera ein í útliti og ekki heyranlegur munur á hljómburði þá er það nýi örgjörvinn sem er að gera þau vel þess virði til að uppfæra gömlu Airpods heyrnartólin.

Það er engin breyting á sjálfum heyrnartólunum en það er komið LED hleðsluljós á hleðsluboxið. Það er auðvitað breyting hvað hleðsluna varðar en nú er hægt að fá hleðsluboxið með þráðlausri hleðslu sem hægt er að nota með Qi hleðslustöðvum. Það kostar meira en það er óneitanlega þægilegt að setja það á hleðslustöðina og leyfa boxinu að hlaðast í rólegheitum. Ef þú ert ekki með slíkt hleðslutæki nálægt þér þá er einnig hægt að hlaða með Lightning-snúru.

Stóra breytingin er samt að núna er H1 örgjörvinn sem gerir heyrnartólin mun betri en eldri útgáfuna. Fyrir það fyrsta þá eru Airpods 2 mun fljótari að tengjast símanum, t.d. við að svara símtölum og almennt að tengjast þegar hleðsluboxið er opnað. Það er áberandi munur frá eldri útgáfunni og bara það er nánast nóg til að uppfæra. En það er meira.

H1 örgjörvinn heldur betra sambandi milli símans og Airpods 2 og það er mun minna um að sambandið detti út, sem hefur átt til að gerast með með Airpods fyrstu útgáfu. Það er líka núna loksins hægt að nota Siri með því að segja Hey Siri án þess að smella á heyrnartólin eða slíkt - þau svara nánast samstundis þegar Hey Siri er sagt - einnig er þá hægt að segja Siri að spila ákveðin lagalista, setja á næsta lag, hækka og lækka og þess háttar.

Í heildina er því ansi margt sem mælir með uppfærslu. Ekki búast samt við betri hljómgæðum eða breyttri hönnun á heyrnartólunum, það er allt alveg eins enda flestir ánægðir með þessa þætti. Það er ekki svo gott að þau séu meira vatnsvarin en áður og því eru þau kannski ekki þau bestu í hlaup í rigninguna eða í ræktina ef þú svitnar óhóflega - samt lenda fáir í vandræðum með þetta.

Það er samt betra að nota þau þar sem tengitími hefur verið minnkaður til muna og notagildið hefur aukist með því að geta notað Hey Siri og svo er þráðlausa hleðslan mjög þægilegur kostur.

Screenshot 2019-05-03 at 22.30.25.jpg
Einnota kaffimál frá Starbucks í nýjasta GOT! (Ekki spoiler)

Einnota kaffimál frá Starbucks í nýjasta GOT! (Ekki spoiler)

Airpods 2 nú fáanleg á Íslandi

Airpods 2 nú fáanleg á Íslandi