Ljósmyndun I Prime eða Zoom linsa?

Ljósmyndun I Prime eða Zoom linsa?

Það er mikið ritað og rætt um linsur meðal áhugamanna um ljósmyndun sem er skiljanlegt en þegar kemur að trúarbrögðum hvað þetta varðar eru skoðanir eins misjafnar og þær eru margar. Við ætlum að skoða muninn á "Prime" og "Zoom" linsum í stuttu máli en fyrst er ágætt að útskýra hvað er frábrugðið með þeim.

Prime-linsur eru linsur með fastri brennivídd. Ekki er hægt að draga myndefnið nær sér eða hafa það víðara og því er eina leiðin til að fá víðari mynd eða taka nærmynd að færa sig sjálfan nær eða fjær. Þessar linsur eru oft minni en en Zoom linsur en það fór eftir ljósopi linsunnar - en linsur með mjög stórt ljósop, t.d. 1.2 eða slíkt, eru stundum mjög stórar enda þurfa þær stærri gler til að fanga allt ljósmagnið.

Kostir: Prime-linsur eða fastar linsur eru oft skarpari en Zoom-linsur enda færri gler í þeim sem ljósið þarf að fara í gegnum. Að auki eru ekki færanlegir hlutir og gler í linsunni sem útiloka áhættuna á að linsan afstillist t.d. við högg eða mikla notkun.

Zoom-linsur eru með breytilegri brennivídd og er hægt að fá þessar linsur allt frá mjög víðu sjónarhorni og allt í mjög þröngt sjónarhorn. Þetta hentar því klárlega þeim sem vilja meiri sveigjanleika og færri linsur, stundum á kostnað myndgæða, en auðvitað er hægt að fá mjög góðar Zoom-linsur í dag sem eru mjög góðar upp á skerpu. Þær eru samt oftar en ekki dýrar en þú færð sem þú borgar fyrir. Það er samt rétt að benda á að um 80% mynda sem eru teknar eru birtar á netinu þar sem þessi myndgæði skipta ekki eins miklu máli og ef um hágæðaprentun er að ræða.

Kostir Zoom-linsa: Meðfærilegri og margar linsur í einni. Ekki dýrar nema það sé hágæða-gler í þeim. Góðar fyrir byrjendur og þá sem vilja nota plássið í töskunni fyrir annað en margar Prime-linsur.

Hver linsutegund hefur því sína kosti og galla. Það er ekki hægt að tala um að eitt sé betra en annað en Zoom-linsur eru mun algengari hjá byrjendum og t.d. fréttaljósmyndurum sem vilja geta breytt sjónarhorninu á einfaldan hátt með því að færa sig nær eða fjær fyrirmyndinni án þess að hreyfa sig.

Prime-linsur eru skemmtilegar til að fá meiri tilfinningu fyrir myndefninu þar sem þú þarft að færa sjálfan þig nær eða fjær til að breyta vinklinum á myndinni.

Ég mæli með að prófa þetta, vera með fasta linsur eða ákveða að nota Zoom-linsuna bara í ákveðinni brennivídd.

Á dögunum tryggði körfuknattleikslið KR sér sjötta Íslandsmeistaratitilinn í röð og óskum við Stórveldinu til hamingju með það. Ég hef oftar en ekki mætt á þennan leik vopnaður stóru Canon EOS 5D Mark 4 vélinni og zoom-linsu til að fanga stemninguna. Þetta skiptið ákvað ég að horfa á leikinn úr stúkunni og var með litla vél í töskunni, Fujifilm X100F, sem er með fastri 23mm linsu (35mm með vegna ljósnemans í vélinni sem er ekki full frame). Þessi vél er frábær í ferðalögin sem og sem Street Photography vél.

Eftir leik ákvað undirritaður að fanga stemninguna með þessari smávél og um leið að reyna á sjálfan mig innan um ljósmyndara sem voru með stórar vélar og öflugar zoom-linsur. Ég þurfti að hlaupa um, fram og tilbaka, til að ná samskonar sjónarhornum og oftast var ég ofan í myndefninu til að ná stemningunni sem var gríðarleg.

Þetta var ný upplifun og ef ég væri ekki búinn að skapa mér nafn sem fréttaljósmyndari þá hefðu margir álitið mig einhvern byrjanda að leika sér með nýju smámyndavélina sína. Útkoman var gríðarlega góð og eftir að vinna myndirnar í Lightroom þá setti ég þær á samfélagsmiðla þar sem þær fengu góðar viðtökur, hvort sem var frá leikmönnum, stuðningsmönnum eða vinum og vandamönnum.

Það þarf nefnilega ekki alltaf að burðast um með stórar vélar og dýrar linsur. Stundum er betra að vera með litla vél sem fer lítið fyrir og vekur ekki athygli eða truflar myndefnið. Ég mæli með að prófa þetta, vera með fasta linsur eða ákveða að nota Zoom-linsuna bara í ákveðinni brennivídd.

Maður er nefnilega alltaf að læra eitthvað nýtt í ljósmyndun - jafnvel gamlir fréttaljósmyndarar eins og ég.

Hey! Það er komið Apple Pay

Hey! Það er komið Apple Pay

Bíó I Spiderman Far From Home sýnishornið er fyrir þau sem hafa séð Endgame

Bíó I Spiderman Far From Home sýnishornið er fyrir þau sem hafa séð Endgame