Hey! Það er komið Apple Pay

Hey! Það er komið Apple Pay

Í dag er sannkallaður gleðidagur fyrir notendur iOS tækja en Landsbankinn tilkynnti í morgun að Apple Pay væri nú loksins komið til Íslands!

Ó sú gleði. 

Apple Pay er greiðslulausn þar sem greiðslukort er skráð í símann og þá er hægt að borga fyrir vörur og þjónustu með því að setja símann við greiðsluposa í verslunum eða þá á netinu.

Apple Pay hefur verið aðgengilegt á Íslandi í nokkurn tíma en aðeins fyrir þá sem voru með kort hjá erlendum bönkum. Nú er Landsbankinn búinn að semja við Apple um Apple Pay og því geta viðskiptavinir Landsbankans skráð kortin sín í gegnum Landsbank-appið og svo klárar þú skráninguna í Wallet I símanum. Það er einnig hægt að nota Apple Watch til að greiða fyrir í verslunum.  

Þessi greiðslulausn hefur verið fáanleg fyrir Android á Íslandi í einhverja mánuði en loksins er Apple Pay líka komið. Þvílíkur dýrðardagur (fyrir okkur Apple notendur).

Meira um Apple Pay á vefsíðu Landsbankans.  

UPPFÆRT: Arion-banki er einnig byrjaður að bjóða upp á Apple Pay.

IMG_6810.JPG
ECG komið til Íslands

ECG komið til Íslands

Ljósmyndun I Prime eða Zoom linsa?

Ljósmyndun I Prime eða Zoom linsa?