Samsung í djúpum útaf sund-auglýsingu

Samsung í djúpum útaf sund-auglýsingu

Samsung er enn og aftur komið í fréttirnar en ekki af jákvæðum toga. Nú er það vegna auglýsingar sem birtist í Ástralíu og sýnir mann að nota Samsung síma í sundi.

Um er að ræða auglýsingu sem segir að Samsung S10 séu vatnsvarðir, sem þeir vissulega eru en á myndinni má sjá mann með S10 í kafi að nota símann.

Málið er að S10 getur mögulega þolað að fara kaf á 1.5 metra dýpi en það er ólíklegt að síminn þoli einhverja notkun í kafi.

Það stendur líka í smáa letrinu að Samsung mæli ekki með því að síminn sé notaður á ströndinni eða við sundlaugina þar sem hann getur blotna og bilað.

Áströlsk neytendasamtök hafa því farið með málið í hart fyrir að segja ekki rétt frá í auglýsingum.

Eru Airpods 3 að koma?

Eru Airpods 3 að koma?

Sýn með úrslitaleiki Evrópudeildanna í 4K

Sýn með úrslitaleiki Evrópudeildanna í 4K