Apple gefst upp á “butterfly” lyklaborðinu

Apple gefst upp á “butterfly” lyklaborðinu

Apple mun skipta út “butterfly” lyklaborðinu sem er núna á flestum MacBook fartölvu fyrirtækisins.

Apple hefur þurft að skipta um lyklaborð á ansi mörgum vélum vegna þrálátra vandamála með lyklaborðin. Það er algengt að takkarnir festist eða jafnvel detti af og hefur Apple sagt að það muni skipta frítt út þessum lyklaborðum. Það þarf samt líka að skipta um rafhlöðuna og fleira sem kostar ansi mikið.

Það er líka annar vandi en lyklaborðin sem sett eru í vélarnar eru samskonar og þau gömlu og eftir einhvern tíma þá bíla þau líka. Apple gæti því þurft að skipta margsinnis um lyklaborðin þar sem fyrirtækið hefur játað að um galla sé að ræða.

En nú horfir til betri vegar og verður fróðlegt að sjá og prófa nýju “scissors” lyklaborðin á Macbook vélunum.

ZEISS biðst afsökunar á karlrembu

ZEISS biðst afsökunar á karlrembu

Eru Airpods 3 að koma?

Eru Airpods 3 að koma?