ZEISS biðst afsökunar á karlrembu

ZEISS biðst afsökunar á karlrembu

Þýski linsuframleiðandinn ZEISS hefur beðist afsökunar á myndbirtingu sem þykir ansi karlrembuleg. Um er að ræða mynd af fyrirsætu í hafmeyjubúning halda á linsu.

Margir hafa undrast á myndbirtingunni og segja að konur séu ekki síðri ljósmyndarar en karlar og segja að myndin sýni konu halda á linsu eins og barni og segja að ZEISS hefði átt að birta mynd af kvenljósmyndara með myndavél við vinnu.

Margir hafa bent á þessa klaufalegu mynd og svo fór að ZEISS baðst afsökunar á myndinni en segir sér til varnar að myndin tengdist AnimeFest þar sem gestir sýningarinnar fengu að prófa tæki frá ZEISS.

En eftir mikla neikvæða athygli þá sagði ZEISS að myndbirtingin hafi verið mistök.

Íslandsbanki kominn á Apple Pay lestina

Íslandsbanki kominn á Apple Pay lestina

Apple gefst upp á “butterfly” lyklaborðinu

Apple gefst upp á “butterfly” lyklaborðinu