AirPlay möguleiki væntanlegur hjá Sjónvarpi Símans

AirPlay möguleiki væntanlegur hjá Sjónvarpi Símans

Það hafa mörg þúsund manns tryggt sér áskrift af enska boltanum hjá Sjónvarpi Símans og hefur Síminn þar að auki boðið upp á svokallaðar OTT áskriftaleið en þá geturðu keypt enska boltann eða Símann Premium óháð hjá hverjum þú ert í viðskiptum með nettengingu.

Það hefur samt eitt farið fyrir brjóstið á notendum en það er ekki hægt að nota AirPlay til að streyma úr símanum yfir í snjallsjónvarp. Notendur geta verið með 5 tæki í gangi í einu en ekkert þeirra getur streymt í sjónvarp. Þetta þýðir að ef þú ert með tvö eða fleiri sjónvarp á heimilinu, sem er ansi algengt núorðið, þá geturðu bara horft á Sjónvarp Símans í einu sjónvarpi í einu.

Samkvæmt upplýsingum frá Símanum þá er verið að finna lausn á þessu og er vonast til að hún koma fyrr en síðar. Þetta er tæknilegs eðlis og það sé forgangsmál að leysa þetta enda sé það einstaklega bagalegt ef margir leikir eru í gangi að Liverpool-stuðningsmaðurinn fái að ráða á kostnað Tottenham-stuðningsmannsins á heimilinu.

Vonandi leysist þetta sem fyrst!

iPhone Pro og Apple Watch 5 væntanlegt

iPhone Pro og Apple Watch 5 væntanlegt

Er iPhone að verða betri myndavél en sími?

Er iPhone að verða betri myndavél en sími?