Er iPhone að verða betri myndavél en sími?

Er iPhone að verða betri myndavél en sími?

Allskonar slúður er í gangi um iPhone 2019 sem er sagður væntanlegur í haust. Það er talið að hann muni fá nafnið iPhone Pro en Apple væri með því að setja dýrustu símanna í flokk með iPad Pro og MacBook Pro. Það er svo sem ekki vitað hvort þetta sé rétt enda allskonar sögur á flugi.

En það er samt vitað að iPhone er að verða æ betri sem myndavél. Það er svo sem ekki margt sem hægt er að gera til að gera þá öflugri eða endalaust bæta við fleiri gígabætum í minnið - núna er horft á að gera símann að betri margmiðlunartæki.

Það er talið að Apple hafi hörðum höndum unnið að því að bæta myndavélina enda hafa símar eins og Google Pixel og símar frá Samsung verið með töluvert betri myndavélar. Og í heiminum sem við lifum í - sem þarf nánast að vera í beinni útsendingu þá er myndavélin farin að skipta miklu máli.

Talið er að iPhone (Pro eða eitthvað) verði með fleiri linsum en áður. Tæknin er orðin góð hvað varðar myndflögur og slíkt en linsurnar hafa hingað til heft símanna nokkuð enda þurfa linsur á símum að vera litlar og lausar við bilanir. Ef Apple nær að framleiða síma sem er orðinn enn betri sem myndavél tekur fyrirtækið stórt skref á neytendamarkaðnum sem elskar jú að birta myndir af hverju sem það gengur framhjá dags daglega.

Það kemur í ljós á komandi dögum hvað verður og hvort Apple nái að leysa hönnunarþáttinn en það vill enginn heldur síma með útstandandi linsum og klunnalegan.

Spennandi.

AirPlay möguleiki væntanlegur hjá Sjónvarpi Símans

AirPlay möguleiki væntanlegur hjá Sjónvarpi Símans

Nomad dokkan hleður allt dótið í einu

Nomad dokkan hleður allt dótið í einu