iPhone Pro og Apple Watch 5 væntanlegt

iPhone Pro og Apple Watch 5 væntanlegt

Það styttist í að Apple haldi kynninguna sem margir bíða eftir en það er talið nokkuð ljóst að iPhone Pro muni líta dagsins ljós sem og Apple Watch 5. Þá er nánast öruggt að Apple munu hleypa af stokkunum sjónvarpsþjónustunni sem á að keppa við Netflix, HULU og fleiri streymisveitur.

Mikið hefur verið skrifað um iPhone Pro sem verður arftaki iPhone Xs símanna en svo virðist sem Apple sé að setja mikið púður í að gera myndavélina enn betri en áður. Líklega verður ný myndflaga kynnt til sögunnar sem og bætist við linsa framan á símann sem ætti að gera hann fjölhæfari í almennri noktun.

Apple Watch 5 verður væntanlega með enn betri rafhlöðu en áður en það er til að notendur geti látið símann fylgjast með svefnmynstri og þá þarf að hafa símann á sér yfir nóttina. Þetta er eiginleiki sem hefur vantað í Apple Watch en er vinsæll á öðrum heilsúrum.

Sennheiser MB 660 - Staðalbúnaður á skrifstofuna

Sennheiser MB 660 - Staðalbúnaður á skrifstofuna

AirPlay möguleiki væntanlegur hjá Sjónvarpi Símans

AirPlay möguleiki væntanlegur hjá Sjónvarpi Símans