Sennheiser MB 660 - Staðalbúnaður á skrifstofuna

Sennheiser MB 660 - Staðalbúnaður á skrifstofuna

Heyrnartól eru að verða æ betri og Kassinn.net hefur verið með í notkun ein af betri heyrnartólunum á markaðnum en það er Sennheiser MB 660. Þessi heyrnartól eru ekki bara fyrir þá sem vilja hlusta á tónlist í toppgæðum en þau ættu að vera staðalbúnaður á öllum skrifstofum.

Við munum nota heyrnartólin á komandi dögum og í framhaldinu kemur umfjöllun um kosti og galla Sennheiser MB 660. Við fyrstu prófanir verður samt að minnast á kostina sem eru fjölmargir en Sennheiser ákvað að hanna heyrnartól sem nýtast vel í umhverfi þar sem þú þarft að geta einbeitt þér að vinnunni en einnig getað tekið símtöl og fundi á netinu.

Þetta gerði Sennheiser með því að horfa á markað sem er risastór og er ekki einungis með þá sem vilja hlusta á tónlist. MB 660 er t.a.m. með þrjá hljóðnema sem gerir samtöl mun skýrari og einn kostur er afar góður en það er að þegar þú talar þá heyrirðu líka í sjálfum þér í heyrnartólunum. Mörg heyrnartól deyfa algjörlega út þína eigin rödd og þá verða samtöl við aðra oft óþægileg.

Heyrnartólin eru með “NoiseGard” tækni sem dregur úr umhverfishljóði en það er stillanlegt og þú ræður því hversu mikið af umhverfishljóði þú getur heyrt. Þetta hentar t.d. í vinnurýmum þar sem þú vilt geta einbeitt þér en líka heyrt hvað vinnufélagarnir eru að segja. Það eru nokkrar stillingar fyrir þetta og t.d. vill maður alveg fá frið frá umhverfinu ef maður er í flugvél en svo geta fylgst meira með t.d. á skrifstofunni eða heima,.

Sennheiser kom með þessi heyrnartól á markaðinn til að höfða til markhóps sem leitast eftir að fá heyrnartól sem eru þægileg til að nota allan daginn án þess að þreytast mikið á að hafa þau á sér. Opin vinnurými eru mjög vinsæl í dag en þeim fylgir skiljanlega oft kliður og ónæði. Þess vegna var Sennheiser umhugað um að hafa heyrnartólin þægileg og þau eru það. Þau fara yfir eyrun og þú verður ekki svo var við að þau séu á þér.

Stundum er jafnvel gott að hafa þau á sér án tónlistar og láta bara NoiseGard tæknina gera umhverfið hljótt - það er stundum það eina sem þarf til að halda sönsum í asa nútímans.

Við munum birta grein um notkun á Sennheiser MB 660 á næstunni þegar við erum búin að hlusta á góðan skammt af tónlist á Spotify og vonandi nota þau í flugvél - en við getum allavega staðfest að þau lofa góðu.

Screenshot 2019-09-10 at 00.17.16.jpg
Síminn bætir AirPlay í iOS-appið

Síminn bætir AirPlay í iOS-appið

iPhone Pro og Apple Watch 5 væntanlegt

iPhone Pro og Apple Watch 5 væntanlegt