Síminn bætir AirPlay í iOS-appið

Síminn bætir AirPlay í iOS-appið

Síminn hefur reglulega verið að uppfæra appið fyrir iOS tæki en margir hafa kvartað yfir að geta ekki horft á Sjónvarp Símans í gegnum AirPlay eða senda mynd af iOS tæki á sjónvarp í gegnum Apple TV eða Chromecast.

Það kom uppfærsla í vikunni sem opnaði á að nota AirPlay og þrátt fyrir að vera fjarri því að vera fullkomin þá er nú hægt að nota Screen Mirroring til að horfa á Sjónvarp Símans appið á sjónvarpi. Þetta er í það minnsta eitt skref í áttina að því að bjóða viðskiptavinum að þurfa ekki að vera með marga myndlykla og í framhaldinu jafnvel að sleppa alfarið myndlykli eins og margar sjónvarpsveitur erlendis gera.

Þetta er allt að koma!

IMG_2973.jpeg
ONE MORE THING - Apple Special Event er í dag krakkar!

ONE MORE THING - Apple Special Event er í dag krakkar!

Sennheiser MB 660 - Staðalbúnaður á skrifstofuna

Sennheiser MB 660 - Staðalbúnaður á skrifstofuna