Apple Watch 5 - Betri rafhlaða og alltaf kveikt á því

Apple Watch 5 - Betri rafhlaða og alltaf kveikt á því

Apple Watch 5 var kynnt á ráðstefnu Apple í gær en það var ekki búist við neinum risa breytingum á úrinu sem hefur farið sigurför um heiminn. Það er ekki mikið af nýjungum að þessu sinni - enda óþarfi að breyta einhverju sem er eins vinsælt og raun ber vitni.

Stærstu nýjungarnar eru að nú er alltaf kveikt á skjánum en hingað til hefur úrið kveikt á skjánum þegar því er snúið á réttan hátt. Þetta er vitanlega góð breyting enda hefur einstaka sinnum ekki alveg gengið eftir að sjá klukkuna en þetta er líklega ekki kostur sem beinlínis breyti lífi notenda. En góð nýjung samt sem áður.

Stóra breytingin er líklega að rafhlaðan er orðin töluvert betri en það sem helst hefur háð Apple Watch er að að þurfa að hlaða það yfir nótt eða á daginn. Þetta þýðir að núna er hægt að fylgjast með svefnmynstri eða "Sleep tracking" sem önnur heilsuúr bjóða upp á.

Það koma líka ákveðnir kostir með watchOS 6 sem er væntanlegt eins og að geta mælt hávaða í umhverfinu og fleira, en það er líka hægt á Apple Watch 4.

Og já, það er kominn kompás í það.

Heilt yfir fín uppfærsla á vinsælasta snjallúri heims.

Screenshot 2019-09-11 at 09.14.56.jpg
Apple TV+ ekki til Íslands að svo stöddu

Apple TV+ ekki til Íslands að svo stöddu

iPhone Pro - Ný og betri myndavél stærsta breytingin

iPhone Pro - Ný og betri myndavél stærsta breytingin