iPhone Pro - Ný og betri myndavél stærsta breytingin

iPhone Pro - Ný og betri myndavél stærsta breytingin

Apple kynnti í gær nýjar vörur og var nokkur spenna fyrir kynningunni enda var vitað að iPhone Pro yrði kynntur. Það voru kynntir þrír nýir símar en það er Pro og iPhone 11.

iPhone Pro er vitanlega uppfærsla á iPhone Xs og Xs Max símunum en Apple kom með stærstu breytinguna í formi betrumbættar myndavélar að þessu sinni. Það er eðlilegt að Apple og aðrir símaframleiðendur horfi til þátta eins og betri myndavéla enda eru flestir símar í dag nægilega öflugir til að stjórna geimflaug og því selur það ekki lengur að kynna "aðeins öflugri" síma á hverju ári.

Apple bætti því við linsu á Pro símann en núna er gleiðlinsa, víðlinsa og aðdráttarlinsa á símanum. Það er því hægt að taka myndir með víðara sjónarhorni en áður en hingað til hafa notendur keypt sér sér-linsur eins og frá Olloclip til að fá víðara sjónarhorn. Það þýðir líka að myndgæðin verða verri en þá ertu að setja annað gler fyrir framan glerið á linsunni og það er aldrei til góðs.

Screenshot 2019-09-11 at 08.52.56.jpg

Myndavélin er 12 megapixla og það er nóg til að taka góðar myndir til birtingar á flestum stöðum. Myndavélaframleiðendur eru samt alltaf að bæta við megapixlum en þá er hægt að skera myndir til án þess að missa öll gæði. Apple er ekki að hugsa um þetta þar sem flest allar myndirnar sem teknar eru á farsímum enda á Instagram eða Facebook og því skiptir þetta ekki miklu máli þar.

Það eru samt góðir kostir með bættri myndavél eins og "Night mode" sem gerir myndatöku í litlu ljósi mun betri. Apple náði að gera þetta nokkuð vel en myndavélin breytir ekki nótt í dag eins og á sumum sínum, heldur lýsir hún upp svæði sem eru dekkst til að halda nætur-fílingnum.

En auðvitað eru margt annað nýtt og betra. Það er kominn XDR skjár sem er með betri upplausn en OLED skjárinn á iPhone Xs símunum. Þá er A3 örgjörvinn kominn í nýju símanna sem gerir þá "aðeins öflugri" en það er spurning hvort notendur taki eftir því dags daglega.

Rafhlaðan á að endast 5 tímum lengur en í eldri símunum en það á eftir að koma í ljós hvort það standist en oftar en ekki þá er rafhlöðuendingin svipuð þó hún eigi að vera betri, það snýst allt um notkun.

Það kom á óvart að Apple setti ekki 5G kubb í símann og því þurfum við að bíða eftir næsta síma til að geta tengst 5G símaneti sem er verið að prófa víðsvegar um heiminn en er ekki komið í almenna notkun.

Í heildina má segja að þessi uppfærsla sé góð fyrir þá sem vilja síma sem er enn betri myndavél en fyrir þá sem eru með Xs eða jafnvel X þá er spurning hversu mikið þau þurfa á öðrum breytingum að halda.

Það má búast við að iPhone Pro og iPhone 11 verðir fáanlegir á Íslandi eftir 1-2 vikur.

dims.jpg
Apple Watch 5 - Betri rafhlaða og alltaf kveikt á því

Apple Watch 5 - Betri rafhlaða og alltaf kveikt á því

ONE MORE THING - Apple Special Event er í dag krakkar!

ONE MORE THING - Apple Special Event er í dag krakkar!