Munu Momentum Wireless setja ný viðmið meðal heyrnartóla?

Munu Momentum Wireless setja ný viðmið meðal heyrnartóla?

Það er mikið að gerast í heyrnartólabransanum en BOSE kynnti á dögunum arftaka BOSE QC35II en það eru hin fallegu BOSE NC700 sem hafa fengið lofsamlega dóma og sérstaklega fyrir þægindi. Sennheiser hefur ekki setið auðum höndum en Momentum Wireless kunna að setja ný viðmið þegar kemur að þráðlausum heyrnartólum.

Momentum Wireless hafa fengið nánast fullkomna dóma af tæknivefjum en þessi heyrnartól koma úr Momentum-línunni sem þykja með þeim betri á markaðnum. Margir hafa samt kallað eftir því að fá þau þráðlaus en það var ekki fyrr en núna að það er valkostur.

Momenrum Wireless er með öllu sem hin hefðbundnu heyrnartól hafa upp á að bjóða en eru með nýjustu Bluetooth-tækninni og komin með ýmislegt sem markaðurinn hefur kallað eftir eins og fleiri hljóðnema og frábært kerfi sem útilokar umhverfishljóð.

Momentum Wireless eru ekki komin til Íslands en þau eru væntanleg í Pfaff og verður fróðlegt að bera þau saman við BOSE NC700 og Sony WH-1000XM3.

0014179_momentum-m3-svort.png
Hildur vann Emmy-verðlaun fyrir Chernobyl

Hildur vann Emmy-verðlaun fyrir Chernobyl

Apple TV+ ekki til Íslands að svo stöddu

Apple TV+ ekki til Íslands að svo stöddu